Konur!!

Nú er komið sumar og eins og Bubbi segir: "Sumarið er tíminn þegar kvenfólk spryngur út"

 Því er upplagt að leggja flíspeysunni, passa vel uppá að ofnota ekki kvennahlaupsbolinn sem þið fenguð síðustu helgi og kaupa sér fallega sumarskó Cool

Eitt sem er mjög mikilvægt er að gleyma ALDREI að taka límmiðan undan skónum, það er ekkert leiðinlegra heldur en kona í fallegum skóm og svo þegar hún byrjar að ganga sést alltaf í hvítan límmiða undir skónum.

 Gefðu þér tíma áður en þú ferð út á hverjum degi að líta í spegil og pæla í hverju þú ert, það skiptir svo miklu máli Sideways

 

 

*trish*


Hvernig veistu að....

... þú hefur hitt þann rétta??

Nú er farið að vora og þá byrja boðskortin í sumarbrúðkaupin að streyma inn um lúguna hjá brúðkaupsgestum.

En hvernig veistu fyrir víst að þú sért búin að finna þinn rétta maka?

Samstarfsfélagi minn sagði við mig eitt sinn þegar ég var að velta þessu fyrir mér hvernig ég gæti vitað hvernig mér eða maka mínum myndi líða eftir 10,15,20 ár!!! Alltaf hef ég haft þessa hugmynd um að ég eigi eftir að giftast manninum mínum, eignast með honum fullt af börnum og vera hamingjusöm til æviloka. En síðan þegar maður komst á unglingsárin fóru ótrúlegustu hjón í kringum mann að skilja, eins og foreldrar vinkvenna minni, sem alltaf höfðu átt þessa fullkomnu fjölskyldu Crying

Þá sagði þessi lífsreynda kona við mig: "spurðu sjálfan þig hvort að þú getir fengið einhvern betri heldur en hann og ef svarið er nei þá veistu hvað þú vilt. og svo verður bara að koma í ljós eftir 20 ár hvernig staðan er á þessu hjá ykkur." 

Mér finnst þetta bara nokkuð gott svar hjá henni Pinch 

Því það er ekkert sem við getum vitað með vissu um framtíðina og það eina sem hægt er að gera er að lifa lífinu til fulls hvern einasta dag InLove

"Grasið er ekki alltaf grænna hinum megin"

*trish*


Jákvæður leiðtogi fyrir þjóð í erfiðleikum!

Þó svo að útlitið sé búið að vera svart síðustu mánuði þá er ekkert sem segir að ekki muni birta til.

Ég horfði á Jay Leno í vikunni þar sem forseti Bandaríkjanna var í heimsókn. Það var alveg eins og hann væri bara að tala um ísland þegar hann talaði um efnahagserfiðleika þjóðar sinnar. En í staðinn fyrir að eyða orku og tíma í að finna einhvern einn sökudólg þá talaði hann af bjartsýni um framtíð bandaríkjanna og hvað það væri sem hann og þjóðin gætu gert til að koma sér uppúr þessari lægð.

 Þetta er eitthvað sem mér hefur fundist vanta hér á íslandi, það er þessi jákvæði leiðtogi sem í grófu máli segir við almenning að þetta muni lagast allt með tímanum og brosir fallega og vingjarnlega í myndavélarnar Grin

Þeir sem hleypa sólskini inn í líf annarra geta ekki haldið því frá sjálfum sér. - James M. Barrie
 *Trish*

Hvað er það fyrsta....

... sem þú tekur eftir í fari annarra !!!

Skór eru það fyrsta sem ég tek eftir í fari annarra. Alveg frá því ég var unglingur átti ég það til að dæma fólk út frá skónum sem það var í. Ég hef aldrei verið mikið snobbuð en þegar kemur að skóm þá er það annað mál. Hver man ekki eftir Buffaló-skónum sem voru algjört "must have" á sínum tíma. Einnig var hægt að fá HOT-skó í hagkaup. Það kom aldrei til greina á mínum bæ að ganga í HOT-skóm þar sem þeir voru eftirlíking af Buffalo, bara ekki séns heldur borgaði ég meira aðeins fyrir merkið. Sem reyndist síðan hið besta mál þar sem vinkona mín átti HOT-skó og þeir endust ekki nærri því eins lengi og Buffaló skórnir mínir. 

 

En á þessum árum sem liðin eru frá tísku buffaló og pils-yfir-buxurnar, þá hef ég sem betur fer þroskast og lært með tímanum að þó útlitið sé mikilvægt er það ekki allt og á bak við ljóta skó getur leynst besta manneskja Blush

Sem dæmi þá einu sinni í tíma í háskólanum kemur stelpa inn í hlaupa-strigaskóm svo vel reimuðum að slaufan náði niður á gólf beggja vegna. Og það var nóg til þess að ég gaf mér í raun og veru ekki neinn tíma til að kynnast henni á þeim tíma punkti. Ég lenti svo í því nokkrum árum seinna að vinna með henni á sama vinnustað og höfum við orðið mjög góðar vinkonur sem er ómetanlegt Sideways

 Því munið eitt:

"Ekki er allt GULL sem glóir" 

 

*TRISH* 


Ljósabekkjanotkun 2009

Rakst í dag á auglýsingu þar sem verið var að auglýsa ljósastofu. Þessi auglýsing vakti mig til umhugsunar þar sem ég hef ekki farið í ljós í að verða 5 ár. Ekki að ég hafi stunda þetta neitt sérstaklega hér áður. En það fyrsta sem ég hugsaði þegar ég sá þessa auglýsingu var: Fer einhver lengur í ljós? 

Umræðan í samfélaginu hefur verið mjög lítil síðusta árið eða tvö og þar af leiðandi hefur þetta bara fylgt fortíðinni.Einnig hafa brúnkuklefar og spray-tan-stofur tekið við af ljósabekkjunum, nánast jafn hjá körlum sem konum.

Ofur-brúnkan er (sem betur fer) dotin úr tísku og í staðinn er komið þetta náttúrulegt og heilbrigt útlit sem fer lang flestum best :) þó er það alveg staðreynd að smá brúnka grennir mann ;)

Christina Aguilera gaf það út fyrr á þessu ári að hún ætlaði að minnka notkun sína á brúnkukrem, enda má hún alveg við því.

Hérna má sjá brúnkuskilin við hársrótina hennar.

"Less is more" það er eitthvað sem allir ættu að tileinka sér Wink

 

P-Hilton hefur greinilega aðeins misst sig í taninu Crying

 

*Trish*


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband