Hvað er það fyrsta....

... sem þú tekur eftir í fari annarra !!!

Skór eru það fyrsta sem ég tek eftir í fari annarra. Alveg frá því ég var unglingur átti ég það til að dæma fólk út frá skónum sem það var í. Ég hef aldrei verið mikið snobbuð en þegar kemur að skóm þá er það annað mál. Hver man ekki eftir Buffaló-skónum sem voru algjört "must have" á sínum tíma. Einnig var hægt að fá HOT-skó í hagkaup. Það kom aldrei til greina á mínum bæ að ganga í HOT-skóm þar sem þeir voru eftirlíking af Buffalo, bara ekki séns heldur borgaði ég meira aðeins fyrir merkið. Sem reyndist síðan hið besta mál þar sem vinkona mín átti HOT-skó og þeir endust ekki nærri því eins lengi og Buffaló skórnir mínir. 

 

En á þessum árum sem liðin eru frá tísku buffaló og pils-yfir-buxurnar, þá hef ég sem betur fer þroskast og lært með tímanum að þó útlitið sé mikilvægt er það ekki allt og á bak við ljóta skó getur leynst besta manneskja Blush

Sem dæmi þá einu sinni í tíma í háskólanum kemur stelpa inn í hlaupa-strigaskóm svo vel reimuðum að slaufan náði niður á gólf beggja vegna. Og það var nóg til þess að ég gaf mér í raun og veru ekki neinn tíma til að kynnast henni á þeim tíma punkti. Ég lenti svo í því nokkrum árum seinna að vinna með henni á sama vinnustað og höfum við orðið mjög góðar vinkonur sem er ómetanlegt Sideways

 Því munið eitt:

"Ekki er allt GULL sem glóir" 

 

*TRISH* 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband