... þú hefur hitt þann rétta??
Nú er farið að vora og þá byrja boðskortin í sumarbrúðkaupin að streyma inn um lúguna hjá brúðkaupsgestum.
En hvernig veistu fyrir víst að þú sért búin að finna þinn rétta maka?
Samstarfsfélagi minn sagði við mig eitt sinn þegar ég var að velta þessu fyrir mér hvernig ég gæti vitað hvernig mér eða maka mínum myndi líða eftir 10,15,20 ár!!! Alltaf hef ég haft þessa hugmynd um að ég eigi eftir að giftast manninum mínum, eignast með honum fullt af börnum og vera hamingjusöm til æviloka. En síðan þegar maður komst á unglingsárin fóru ótrúlegustu hjón í kringum mann að skilja, eins og foreldrar vinkvenna minni, sem alltaf höfðu átt þessa fullkomnu fjölskyldu
Þá sagði þessi lífsreynda kona við mig: "spurðu sjálfan þig hvort að þú getir fengið einhvern betri heldur en hann og ef svarið er nei þá veistu hvað þú vilt. og svo verður bara að koma í ljós eftir 20 ár hvernig staðan er á þessu hjá ykkur."
Mér finnst þetta bara nokkuð gott svar hjá henni
Því það er ekkert sem við getum vitað með vissu um framtíðina og það eina sem hægt er að gera er að lifa lífinu til fulls hvern einasta dag
"Grasið er ekki alltaf grænna hinum megin"
*trish*
Flokkur: Bloggar | 15.4.2009 | 10:28 (breytt kl. 10:29) | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.